24.03.1988
Sameinað þing: 65. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6092 í B-deild Alþingistíðinda. (4163)

378. mál, fæðingarorlof

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Það er aðeins örstutt út af því sem fram kom hjá fyrirspyrjanda um þetta ágreiningsmál sem nú hefur risið upp innan Tryggingastofnunarinnar um hvernig meta skuli veikindi konu á meðgöngutíma og um skoðun eða afstöðu ráðherra til málsins. Ég greindi frá því áðan að hér er um dellumál að ræða sem er til meðferðar í stofnuninni. Ég hef rætt við fulltrúa málsaðila, þ.e. fulltrúa þessara kvenna, lækna af barnadeildinni, ég hef rætt við tryggingayfirlækni og ég hef rætt við fulltrúa tryggingaráðs svo að málið er í vinnslu en það er, ef það má orða það svo, á viðkvæmu stigi og því tel ég rétt að við fáum aðeins lengri tíma til þess að reyna að ná saman um þetta mál. En ég ítreka það sem ég sagði áðan að ég mun beita mér fyrir því að fyrr en síðar náist í því máli niðurstaða.

Og aðeins út af hinu ákvæðinu um útborgunina. Þegar greiðslum er safnað saman er ég algjörlega sammála fyrirspyrjanda um það að þetta er ótækt mál og hefur einmitt sérstakar afleiðingar núna í sambandi við nýtt skattakerfi og um það mun einmitt hin fsp. sem rætt var um áðan fjalla að einhverju leyti, svo að ég læt það bíða að ræða nánar um það þangað til sú fsp. kemur hér á dagskrá.