12.04.1988
Neðri deild: 74. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6243 í B-deild Alþingistíðinda. (4293)

293. mál, áfengislög

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég var að vísu kallaður í símann rétt eftir að þingfundur var settur, en þann tíma sem ég hef setið þennan fund hefur það ekki komið fram að 1. flm. bjórfrv. svokallaða hafi fjarvistarleyfi. Nú spyr ég forseta: Hefur hann fjarvistarleyfi eða ekki? Ef hann hefur ekki fjarvistarleyfi sé ég enga ástæðu til þess að fresta umræðum um málið, umræðum sem eru komnar í gang, bara sækja þingmanninn. Honum ber skylda til að stunda þingfundi þegar þeir eru haldnir nema hann hafi sérstakt leyfi til að vera fjarverandi.