14.04.1988
Sameinað þing: 68. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6415 í B-deild Alþingistíðinda. (4423)

397. mál, gölluð rafskaut hjá Ísal

Iðnaðarráðherra (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Það verður að sjálfsögðu fylgst með þessu fyrirtæki og starfsemi þess eins og hingað til hefur verið gert þótt kannski með nokkuð öðrum hætti verði en þegar hv. þm. var iðnrh. Endurskoðun á reikningum fyrirtækisins er í höndum ríkisvaldsins. Málið hefur verið rætt við forstjóra Ísals. Greiðsla tjóna fer fram eftir samningum sem gætu breyst. Ég deili vonum mínum með hv. þm. um það að arðsemi verði góð á þessu ári.