18.04.1988
Neðri deild: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6493 í B-deild Alþingistíðinda. (4473)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Jón Kristjánsson):

Eftirfarandi bréf hefur borist, dags. 16. apríl 1988: „Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Alþfl. í Norðurlandskjördæmi vestra, Birgir Dýrfjörð rafvirki, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jón Sæmundur Sigurjónsson,

5. þm. Norðurl. v.“

Og bréf dags. 18. apríl 1988:

„Þar sem Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda leyfi ég mér fyrir hans hönd með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Einar Kr. Guðfinnsson útgerðarstjóri, taki sæti á Alþingi í forföllum hans.

Ólafur G. Einarsson,

formaður þingflokks Sjálfstfl.“

Þar sem þeir Birgir Dýrfjörð og Einar Kr. Guðfinnsson hafa áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili þarf ekki umfjöllun um þeirra kjörbréf og býð ég þá velkomna til starfa á Alþingi.