19.04.1988
Efri deild: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6538 í B-deild Alþingistíðinda. (4544)

448. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir þau svör sem hún gaf. Við munum fylgjast grannt með því hvernig húsnæðismálunum reiðir fram á þessu þingi. Ég endurtek fyrri yfirlýsingar okkar alþýðubandalagsmanna um að við teljum að í rauninni eigi ekki að ljúka þessu þingi öðruvísi en að á þessum húsnæðismálum verði tekið í heild þannig að biðlistarnir megi styttast og það megi létta hinni óbærilegu óvissu af því fólki sem er á biðlistunum núna. Þess vegna minnti ég á málið og endurtek að við munum knýja á um einhverjar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar í þessu efni og fylgjast grannt með því hvernig þau þróast á yfirstandandi þingi.