20.04.1988
Efri deild: 78. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6672 í B-deild Alþingistíðinda. (4618)

Frumvarp til áfengislaga

Júlíus Sólnes:

Virðulegi forseti. Ég skal vera mjög stuttorður. Ég vil taka undir með þeim hv. þm. sem hafa óskað eftir því að þessari umræðu yrði fram haldið kl. 6 og við reynum að ljúka henni í dag og koma þessu máli til nefndar. Ég held að það sé öllum fyrir bestu að þetta mál fái skjóta málsmeðferð hér í efri deild Alþingis því að ég óttast það að ef þetta mál dregst og umræðunni verði haldið áfram eftir helgina, þá stefnum við inn í sams konar umræður og fóru fram í Nd. Það yrði okkur öllum til vansa hér, hv. þingdeildarmönnum. Ég mæli því með því að við höldum umræðunni áfram og ljúkum málinu í dag og afgreiðum það til nefndar.