20.04.1988
Neðri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6676 í B-deild Alþingistíðinda. (4633)

271. mál, framhaldsskólar

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Nú er það alvanalegt að einstakir þingmenn geta óskað eftir því að einstakir stafliðir í sjálfstæðum till. séu bornir upp hver í sínu lagi. Ef það væri svo með þessa till. frá hv. þm. Ragnari Arnalds að þingmenn óskuðu eftir því að hver stafliður í till. yrði borinn upp í sérstöku lagi, hvernig í ósköpunum ættaði hæstv. forseti þá að ganga til að afgreiða málið ef hann færi fyrst að bera upp hvern staflið fyrir sig þar sem hver stafliður varðar ákveðna grein í frv. og það yrði síðan afgreitt og síðan ætlaði hann eftir á að fara að bera upp greinarnar og aðrar brtt. við þær frá öðrum þingmönnum? Þessi afgreiðsla hæstv. forseta, að bera brtt. við þennan kafla frá einum þingmanni upp í heild, stenst ekki vegna þess að það er hægt að hnekkja henni með því einu að óska eftir því að hver stafliður till. fyrir sig verði borinn upp sérstaklega.