26.04.1988
Efri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6779 í B-deild Alþingistíðinda. (4691)

100. mál, sjóðir og stofnanir

Frsm. allshn. (Jóhann Einvarðsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 874 um frv. til l. um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá. Nefndin hefur athugað frv. og leggur til að það verði samþykkt eins og það kom frá Nd. Eyjólfur Konráð Jónsson var fjarverandi afgreiðslu málsins, en Skúli Alexandersson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti hennar.

Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þetta frv. Það hefur þegar verið rætt í Nd. og við 1. umr. hér í Ed. Hér er um það að ræða að setja lög um þá sjóði og stofnanir sem starfa skv. sérstökum skipulagsskrám og tíðkast hafa í áratugi, ef ekki árhundruð. Frv. er lagt fram skv. sérstakri ábendingu og tilmælum frá Ríkisendurskoðun og samið í samráði við hana.