26.04.1988
Efri deild: 79. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6783 í B-deild Alþingistíðinda. (4698)

5. mál, meðferð opinberra mála

Salome Þorkelsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég hef í raun og veru ekki miklu við það að bæta sem kom fram hjá frsm. allshn., hv. 8. þm. Reykn. En mér þykir samt rétt að koma hér og láta það koma fram að ég er mjög sátt við þessa breytingu. Ég tel að þarna hafi verið hægt að ná því fram sem var tilgangur með flutningi frv. þó að því hafi verið nokkuð breytt eins og hv. 8. þm. Reykn. skýrði hér.

Ég vildi aðeins við þetta tækifæri þakka meðnefndarmönnum í hv. allshn. fyrir góðan stuðning við þetta mál og góðan skilning á því þrátt fyrir, eins og kom fram hjá hv. frsm., að þær umsagnir sem bárust hafi í sjálfu sér ekki verið jákvæðar til þess þáttar, sérstaklega varðandi þá tímasetningu sem sett var í frv. og við höfum nú fellt út.