26.04.1988
Efri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6790 í B-deild Alþingistíðinda. (4719)

449. mál, heimild fyrir Reykjavíkurborg að taka eignarnámi hluta Vatnsenda í Kópavogskaupstað

Frsm. félmn. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. félmn. um frv. til l. um heimild fyrir Reykjavíkurborg til að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað.

Nefndin hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess.

Hv. þm. Halldór Blöndal og Svavar Gestsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Hv. þm. Skúli Alexandersson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu.