26.04.1988
Efri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6791 í B-deild Alþingistíðinda. (4726)

448. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Júlíus Sólnes:

Virðulegi forseti. Málin ganga nú svo hratt fyrir sig hér í hv. deild að það er varla að við hv. þingdeildarmenn vitum hvaða mál er verið að ræða. Ég tel að hér sé verið að ræða um skyldusparnað ungs fólks. (Gripið fram í: Nei, það er ekki til umræðu nú, heldur byggingarsamvinnufélög.) Þarna sjáið þið, ég taldi að svo væri því það kom ekki nógu skýrt fram. En ég vildi minna á frv. þar að lútandi sem við fulltrúar Borgaraflokksins höfum flutt um þetta sama mál. Ég held kannski að við ættum þess vegna að flýta okkur aðeins hægar þannig að það liggi ljóst fyrir hvaða frv. er verið að ræða hér, svo við séum ekki að afgreiða mál án þess að vita hvað verið er að tala um.