26.04.1988
Efri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6791 í B-deild Alþingistíðinda. (4728)

448. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Frsm. félmn. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Ég tel óþarft að vera að lengja umræður um þetta, en ég tek undir orð forseta um að það sé æskilegt að hv. þm. fylgist með því hvaða frumvörp eru til meðferðar. Hv. þm. Júlíus Sólnes á seturétt í félmn. Ed., en gat því miður ekki mætt á fund í gær. Hér er ekki um meiri háttar mál að ræða. Um er að ræða að auðvelda þeim sem eru í byggingarsamvinnufélögum að komast úr þeim með eðlilegum hætti eins og tíðkast hefur. Það er álitið að það sé tryggt með því að samþykkja það frv. sem hér er til umræðu.