26.04.1988
Neðri deild: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6827 í B-deild Alþingistíðinda. (4753)

Frumvarp um viðskiptabanka

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég mun að sjálfsögðu ekki ræða frv., sem var næst áður á dagskrá, efnislega, en ég vil láta koma skýrt fram að þingflokkur framsóknarmanna hefur ekki afgreitt frv. um viðskiptabanka efnislega og það var ekki lagt fram með okkar samþykki. Við áttum eftir að taka afstöðu til málsins þegar við sáum það prentað sem stjfrv. á borðum okkar. Við erum þar af leiðandi ekki bundnir af því að fylgja frv. til lögfestingar. Við gerðum hins vegar ekki kröfu um að það yrði kallað til baka þar sem við gerum heldur ekki ráð fyrir að það verði lögfest á þessu þingi. Þessi misskilningur mun hafa sprottið af því að það mun hafa villt um fyrir ráðherranum að við heimiluðum forsrh. að leggja fram til kynningar frv. um eignaraðild útlendinga að atvinnurekstri.

Þetta vildi ég að kæmi fram, herra forseti.