27.04.1988
Neðri deild: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6876 í B-deild Alþingistíðinda. (4798)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Jón Kristjánsson):

Eftirfarandi bréf hefur borist, dags. 27. apríl 1988:

„Það tilkynnist hér með að ég verð fjarverandi vegna veikinda frá og með deginum í dag í nokkra daga og mun Níels Árni Lund, 1. varamaður á lista framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi, taka sæti mitt á Alþingi á meðan.

Steingrímur Hermannsson.“

Þar sem Níels Árni Lund hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili þarf kjörbréf hans ekki rannsóknar við og er hann boðinn velkominn til starfa á Alþingi.