27.04.1988
Neðri deild: 82. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6883 í B-deild Alþingistíðinda. (4827)

263. mál, almannatryggingar

Frsm. heilbr.- og trn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Þetta mál, 263. mál, hlaut sömu afgreiðslu hjá hv. heilbr.- og trn. og 256. mál sem ég mælti fyrir hér fyrir örfáum mínútum. Það er tillaga nefndarinnar, með vísan til þess að lög um almannatryggingar eru nú til heildarendurskoðunar á vegum ríkisstjórnarinnar, að þessu máli verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Undir nál. rita auk mín Ragnhildur Helgadóttir, formaður nefndarinnar, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Birgir Dýrfjörð og Jón Kristjánsson. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Guðrún Helgadóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.