28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6901 í B-deild Alþingistíðinda. (4849)

406. mál, kaupskipaeign Íslendinga

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins þakka flm. þessarar fsp. og svo samgrh. fyrir svör hans.

Þetta mál hefur lengi verið mjög brýnt fyrir farmenn. Ég vil vekja athygli á í þessu sambandi að við eigum í samkeppni við þjóðir sem ráða yfir mjög ódýru vinnuafli, bæði frá Mið-Ameríku, skipum skráðum í Panama t.d., og skipum með fólk sem fær ekkert kaup greitt eins og frá austurblokkinni. Það hefur verið mjög mikil samkeppni um frakt og kemur auðvitað niður á okkar farskipastól og vinnunni þar vegna þess að við eigum erfitt með að keppa við þessi skipafélög. Ég ítreka að við eigum mjög erfitt með að ráða fram úr þessum málum.