28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6909 í B-deild Alþingistíðinda. (4861)

481. mál, mengunarútbúnaður bifreiða

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vek athygli á því að í upphafi síðasta þingárs bar ég fram þáltill. um að sett yrði á laggirnar nefnd til að undirbúa notkun blýlauss bensíns. Það tók hið háa Alþingi eitt og hálft ár að samþykkja þessa till. og þá var henni breytt, textanum, í þá veru að skipuð skyldi nefnd til að athuga hvort tekin yrði upp notkun á blýlausu bensíni. Fáfræði sú sem þessi afgreiðsla lýsir er satt að segja áhyggjuefni, enda skipti ekki togum að þegar ráðherra hafði skipað nefndina var blýlausa bensínið komið. Það vissi allur heimurinn að það væri á leiðinni nema hið háa Alþingi.

Ég vil að þessu gefna tilefni biðja hv. þm. að taka með nokkuð meiri alvöru í framtíðinni á þeim málum sem hér eru borin fram og reyna að kynna sér þau áður en þau eru ýmist lögð til hliðar eða afgreidd á svo fánalegan hátt sem hér er lýst.