28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6936 í B-deild Alþingistíðinda. (4899)

488. mál, ritskoðun á fréttastofu sjónvarps

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég tek undir með þeim sem hér hafa sagt að það sé ástæða til að harma að hæstv. menntmrh. neitar að láta skoða slíkar fullyrðingar eins og koma fram í tilvitnaðri Tímagrein. Ég upplýsi að Borgarafl. hefur séð ástæðu til að skrifa útvarpsstjóra um skyld málefni. Útvarpsstjóri hefur svarað okkur og við höfum ekki tekið það mál frekar upp. En það gæti orðið hluti af þeirri rannsókn sem færi fram ef hæstv. menntmrh. sæi ástæðu til.

En sem svar til hv. þm. Eiðs Guðnasonar: Ég held að það sé öllum ljóst að fréttastofan hefur batnað mikið, þó að hún sé ekki orðin algóð enn þá, síðan hann fór þaðan.