28.04.1988
Sameinað þing: 72. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6942 í B-deild Alþingistíðinda. (4910)

Fyrirspurn um viðskiptahalla

Guðmundur G. Þórarinsson:

Herra forseti. Mér er ljúft að gera grein fyrir stöðu þessa máls.

Mál hafa skipast á þann veg að á miðstjórnarfundi Framsfl., sem haldinn var fyrir stuttu við mikla athygli íslensku þjóðarinnar, fól miðstjórnarfundurinn ráðherrum flokksins að taka upp umræður við samstarfsflokkana og innan ríkisstjórnarinnar um ýmis atriði efnahagsstefnunnar, þar á meðal viðskiptahallann. Sem fyrirspyrjandi og framleggjandi þessarar fsp. er það mitt mat að á meðan þær viðræður eru í gangi sé ekki ástæða til að hefja umræður um þetta mál á Alþingi. Þess vegna hef ég farið fram á það við forseta að þetta mál kæmi ekki á dagskrá og mun draga fsp. til baka þar sem hún er ekki tímabær meðan ráðherrar Framsfl. eiga í þessum viðræðum.