28.04.1988
Sameinað þing: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7001 í B-deild Alþingistíðinda. (4938)

505. mál, vantraust á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Með það í huga að hér hefur einn stjórnarþingmanna séð ástæðu til að gera grein fyrir atkvæði sínu á þann hátt að hann bendir á að miðstjórn æðsta valds Framsfl. hefur tekið þá ákvörðun að bíða með að fella ríkisstjórnina fram á vorið, þá er augljóst að það er meiri hluti fyrir þessari vantrauststillögu þó hann sé ekki starfhæfur í augnablikinu. Eins vegna þess að hæstv. fjmrh., efnahagsmálaráðherra má segja því forsrh. er týndur, hefur hér sagt frá því hvernig hann gæti hugsað sér að framkvæma alla mögulega hluti til þess að efnahagsástand þjóðarinnar yrði gott en ekki tekið þátt í stjórnmálaumræðunni í kvöld, þá segi ég já.