29.04.1988
Efri deild: 82. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7002 í B-deild Alþingistíðinda. (4942)

50. mál, almannatryggingar

Frsm. heilbr.- og trn. (Karl Steinar Guðnason):

Hæstv. forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 67 frá 1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, og gefið út svofellt nál.:

„Nefndin hefur fjallað um málið og hefur fengið umsagnir frá Öryrkjabandalaginu, Hæstarétti og tryggingayfirlækni. Nefndin telur óhjákvæmilegt að skapaðar verði aðstæður fyrir áfrýjunarrétt öryrkja eftir að úrskurður tryggingayfirlæknis liggur fyrir. Nefndin fellst því á meginefni frv. en kysi að útfærsla yrði athuguð nánar. Nefndin telur eðlilegt að málið fái nú meðferð í nefnd þeirri sem vinnur að endurskoðun almannatryggingalaga. Þess vegna samþykkir nefndin að leggja til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar á þeim forsendum sem áður eru nefndar.“

Undir þetta rita allir nefndarmenn.