29.04.1988
Efri deild: 84. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7045 í B-deild Alþingistíðinda. (5013)

403. mál, staðgreiðsla opinberra gjalda

Frsm. félmn. (Guðmundur H. Garðarsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að vekja athygli hv. þm. á því að það hafa orðið smámistök í vinnslu nál. þannig að það þarf að leiðréttast í þskj. Þar stendur m.a. að formaður félmn. sé Svavar Gestsson, sem er auðvitað ekki rétt því að formaður er Guðmundur H. Garðarsson, og einnig að hv. þm. Svavar Gestsson sé frsm. fyrir þessu máli, en svo er ekki, heldur sá sem hér talar. Hins vegar er það rétt, sem kemur fram í plagginu og ég mun gera nánari grein fyrir á eftir, að hv. þm. Svavar Gestsson skrifar undir með fyrirvara.

Ég mæli fyrir hönd meiri hl. nefndarinnar sem vildi afgreiða málið út úr nefnd þótt einn nefndarmanna sé með fyrirvara. Þetta er nál. um frv, til l. um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda. Nefndin hefur rætt frv. og mælir með því að það verði samþykkt. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Halldór Blöndal, Valgerður Sverrisdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. Júlíus Sólnes sat fund nefndarinnar og er samþykkur því áliti sem hér er.