30.04.1988
Sameinað þing: 74. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7098 í B-deild Alþingistíðinda. (5104)

242. mál, innflutningur loðdýra til kynbóta

Frsm. atvmn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 921 frá atvmn. um till. til þál. um innflutning loðdýra til kynbóta.

Nefndin hefur rætt till. á fundum sínum og sent hana þremur aðilum til umsagnar, yfirdýralækni, Sambandi ísl. loðdýraræktenda og Búnaðarfélagi Íslands.

Nefndin mælir með því að till. verði samþykkt. Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru Geir Gunnarsson, Birgir Dýrfjörð og Eggert Haukdal, en undir nál. skrifa Valgerður Sverrisdóttir, formaður, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, fundaskrifari, Ólafur Þ. Þórðarson og Guðmundur H. Garðarsson.