30.04.1988
Sameinað þing: 74. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7125 í B-deild Alþingistíðinda. (5138)

Nefndafundir á þingfundatíma

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir þá hugulsemi að hugsa þannig til þm.þm. fái aðstöðu til að mæla fyrir sínum málum áður en þing fer heim. En ég fæ ekki skilið að það þurfi endilega að falla heim og saman við það að þannig sé stillt upp málum hér á hv. Alþingi að það séu í gangi nefndarfundir á sama tíma og hér eru fundir í hv. Sþ. Ef þannig á að vera og ef það er eingöngu til þess að þm. fái að koma sínum málum hér til l. umr. en stór hluti þm. á að vera á nefndarfundum á sama tíma og hér eru lögð fram mál til umræðu fæ ég ekki betur séð en að Sþ. sé ekki orðið annað en afgreiðslustofnun þar sem menn fá að vísu að mæla fyrir sínu máli, en um þau er ekki fjallað á eðlilegan máta.