02.05.1988
Efri deild: 85. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7179 í B-deild Alþingistíðinda. (5212)

213. mál, meðferð opinberra mála

Frsm. allshn. (Jóhann Einvarðsson):

Hæstv. forseti. Það gildir sama um þetta frv. og hið fyrra. Þetta tengist frv. til laga um fangelsi og fangavist og er til samræmingar, ef það frv. verður að lögum, að breyta þá nafninu í nokkrum greinum laga um meðferð opinberra mála úr „dómsmrn.“ í: fangelsismálastofnun. Nefndin hefur rætt frv. og mælir með samþykkt þess og undir það skrifa allir nefndarmenn.