02.05.1988
Efri deild: 85. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7183 í B-deild Alþingistíðinda. (5220)

285. mál, sala hluta ríkisjarðarinnar Þóroddsstaðar í Ljósavatnshreppi

Frsm. landbn. (Valgerður Sverrisdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 923 um frv. til laga um heimild til að selja hluta ríkisjarðarinnar Þóroddsstaðar í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nál. er frá landbn.

Nefndin hefur rætt málið á tveimur fundum og kallað til umræðu fulltrúa frá landbrn. Nefndin mælir með samþykkt frv., enda er gengið út frá því að ábúandi Þóroddsstaðar framkvæmi nauðsynlega nýrækt vegna þeirra skipta sem samþykkt hafa verið milli jarðarinnar og Engihlíðar.

Undir nál. skrifa Egill Jónsson, formaður, Danfríður Skarphéðinsdóttir, fundaskrifari, Valgerður Sverrisdóttir, Skúli Alexandersson, Björn Gíslason, Þorv. Garðar Kristjánsson og Stefán Guðmundsson.