02.05.1988
Efri deild: 86. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7185 í B-deild Alþingistíðinda. (5232)

130. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. allshn. (Jóhann Einvarðsson):

Hæstv. forseti. Það urðu hjá mér mistök þegar ég gekk frá nál. og brtt. á þessu frv. Þess vegna endurtek ég eina brtt. á þskj. 989. Það er breyting á 9. gr. frv., sem nú er orðin 10. gr. 1. mgr. 88. gr. laganna orðist svo: „1. Í stefnu skal greina svo glöggt sem verða má nöfn aðila, stöðu“. Við breytum því í: kennitölu, og heimili eða dvalarstað. Þetta er í samræmi við breytingu sem ég kynnti áðan á 25. gr. frv. Það á sem sagt að taka upp kennitölu í staðinn fyrir stöðuheiti aðila.