04.05.1988
Efri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7274 í B-deild Alþingistíðinda. (5300)

Forgangsröð mála

Halldór Blöndal:

Hæstv. forseti. Eins og öllum er kunnugt líður nú mjög að þinglausnum og gömul hefð er fyrir því að flókin mál sem eru í fyrri deild og ætlað er að ná fram fái að sitja fyrir við umræður í deildum og skiptir þá ekki máli hvers eðlis þau mál eru, en ég tala nú ekki um þegar um er að ræða mál eins og frv. til 1. um virðisaukaskatt. Ég vil mega vænta þess að hv. 5. þm. Austurl. geti fallist á að það mál sitji fyrir vegna þeirrar nauðsynjar sem á því er að málið komi til Nd. til þess að hægt sé að hefja sem fyrst vinnu f nefndum við það mál og koma því áleiðis þannig að það verði ekki til að tefja fyrir þinglausnum. Ég veit að hv. þm. er mikill málafylgjumaður og áfram um að koma sínum málum fram, en vil samt sem áður biðja hann um að hliðra til að þessu sinni til þess að frv. til l. um virðisaukaskatt geti fengið sem hraðasta meðferð hér í deildinni.