04.05.1988
Efri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7298 í B-deild Alþingistíðinda. (5326)

228. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Ég geri hér grein fyrir því á hverju fyrirvari minn byggðist á þessu nál. Hann byggist á því m.a. hversu vandi afurðastöðvanna er mikill og það ætti öllum að vera ljóst sem um þessi mál hugsa. Ég held að við hljótum líka að geta verið sammála um að beinar greiðslur til bænda og rekstur afurðastöðvanna eru í sjálfu sér nánast óaðskiljanlegir hlutir í dag. Það er á þessum meginþáttum sem fyrirvari minn byggist. Ég get hins vegar samþykkt tillögu sem liggur fyrir frá forsrh. á þskj. 1023.

Ég þarf ekki að fjölyrða meira um þetta mál, við höfum rætt það ítarlega í þingnefnd, og þarf ekki að vera að eyða löngum tíma í kvöld frá öðrum málum, en kom upp til að gera grein fyrir því á hverju fyrirvari minn byggðist fyrst og fremst.