04.05.1988
Efri deild: 87. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7303 í B-deild Alþingistíðinda. (5335)

228. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þar sem þessi till. felur í sér harða gagnrýni á landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem í till. felst rökstuðningur sem hefur það í för með sér að ríkisstjórnin, og þar með ríkissjóður, hlýtur að verða að taka á sig þann kostnaðarauka sem hugsanlega leiðir af þessari kerfisbreytingu þrátt fyrir andmæli Alþfl., þar sem þetta tvennt liggur fyrir tel ég sjálfsagt að styðja þessa till., herra forseti, og segi já.

Bæti því svo við: Frammistaða stjórnarliðsins hér í dag hefur ekki flýtt fyrir þingstörfum.