04.05.1988
Efri deild: 88. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7365 í B-deild Alþingistíðinda. (5346)

431. mál, virðisaukaskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. sem gerir ráð fyrir framlengingu matarskattsins, aukinni skattlagningu á íslenska menningarstarfsemi, stóraukinni skriffinnsku hjá hinu opinbera við innheimtu á sköttum, kerfi sem mun íþyngja verulega smærri atvinnufyrirtækjum í landinu og einyrkja atvinnurekendum. Hér er um að ræða kerfi sem er ranglátt og mun ekki skila betri skattheimtu fyrir ríkið. Af þeim ástæðum segi ég nei, herra forseti.