04.05.1988
Neðri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7380 í B-deild Alþingistíðinda. (5375)

5. mál, meðferð opinberra mála

Frsm. allshn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá hv. Ed. Það var flutt þar af hv. 6. þm. Reykn. Ed. gerði örlitlar breytingar á upphaflega frv. og varð þar samstaða um afgreiðslu málsins. Frv. fjallar um að brot sem falla undir XXl. og XXll. kafla hegningarlaga um sifskaparbrot og skírlífisbrot skuli hafa forgang umfram önnur refsilagabrot hvað varðar rannsókn, ákæru og dómsmeðferð, eins og segir í frv, eftir breytinguna í hv. Ed.

Allshn. hefur rætt þetta mál og mælir einróma með samþykkt þess. Álit allshn. er á þskj. 992.