04.05.1988
Neðri deild: 89. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7381 í B-deild Alþingistíðinda. (5381)

276. mál, lögreglusamþykktir

Frsm. allshn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá Ed. og var samþykkt þar samhljóða. Það er samið af nefnd sem dómsmrh. skipaði í októbermánuði s.l. til þess að endurskoða lög um lögreglusamþykktir, en þar gilda nú þrenn lög. Ef þetta frv. verður að lögum er gert ráð fyrir að þau lög öll falli úr gildi og þessi komi í staðinn.

Með sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986 voru gerðar verulegar breytingar á málefnum sveitarfélaga. Sýslunefndir sem hafa m.a. það hlutverk að semja frumvörp til lögreglusamþykkta eru lagðar niður og þess vegna var nauðsynlegt að endurskoða þessi lög. Þetta frv. miðar að því að sett verði ein lög um lögreglusamþykktir í stað þessara eldri laga og að hvert sveitarfélag geti sett sér lögreglusamþykkt. Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglugerð um lögreglusamþykktir sem verði fyrirmynd að lög reglusamþykktum sveitarfélaganna og að sú reglugerð komi í stað lögreglusamþykktar ef sveitarstjórn telur ekki þörf á að setja sérstaka lögreglusamþykkt.

Allshn. þessarar hv. deildar hefur haft þetta mál til athugunar og mælir einróma með því að það verði samþykkt.