11.11.1987
Neðri deild: 11. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

Þingstörf og fjarvera ráðherra og þingmanna

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Aðeins út af því að hv. þm. Hjörleifur Guttormsson vék að því að ekki hefur verið haldinn fundur í iðnn. sem ég gegni formennsku í. Það er svo að það mun hafa verið vísað máli til hennar fyrir viku eða svo. Það er fyrirhugaður fundur í næstu viku, en eins og kom fram í máli hæstv. forseta hefur á undanförnum dögum ríkt nokkur óvissa um fundartímann. Það vill einmitt svo til um þessa nefnd að hennar fasti tími var á fimmtudögum kl. 11, en það er nú orðinn fundartími Sþ. eins og kunnugt er. Af þessum orsökum þótti mér ekki rétt að boða til fundar fyrr en leyst hefði verið úr því hvenær fundir yrðu haldnir. En það er fyrirhugað að fundur verði haldinn í næstu viku. Til þessarar nefndar hefur verið vísað einu máli sem hv. þm. Hjörleifur Guttormsson reyndar er 1. flm. að. Þetta vildi ég upplýsa, herra forseti.