04.05.1988
Neðri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7400 í B-deild Alþingistíðinda. (5445)

Þinglausnadagur

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Okkur hefur verið tjáð að þinglausnir eigi að fara fram nk. þriðjudag, en það liggur ekkert fyrir eða a.m.k. veit ég ekki hvernig þingfundum verður háttað þangað til, t.d. hvað er fyrirhugað með kvöldfundi. Það er fyrirhugað með fundi nk. laugardag. Mig langar einnig til þess að fá það upplýst hvort þetta sé ákveðinn þinglausnadagur.

Ég vek einnig athygli á því að frv. sem er 460. mál, sem ég er 1. flm. að, hefur ekki verið sett enn á dagskrá. Ég vil þó segja frá því að ég ræddi við starfsmann Alþingis sl. fimmtudag og það kom þá fram að ég ætti kost á því að tala fyrir þessu frv, á föstudag, en þá var ég búinn að gera ráðstafanir til að vera á fundi. En það réttlætir ekki að þetta frv. skuli ekki vera a.m.k. sett á dagskrá.

Ég óska eftir upplýsingum um þessi atriði.