05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7424 í B-deild Alþingistíðinda. (5460)

413. mál, sjónvarp fyrir sjómenn

Skúli Alexandersson:

Herra forseti. Hér er hreyft góðu máli, en um leið og spurt er um þjónustu Ríkisútvarpsins/ríkissjónvarpsins finnst mér að það hefði þurft að fylgja með hver er þjónusta hinna frjálsu sjónvarpsstöðva. Það hefði þurft að fylgja með og ég vek athygli á því að það væri gaman að fá upplýsingar ráðherra um hver þjónusta Stöðvar 2 er við strendur landsins til íslenskra sjómanna. Það væri æskilegt að framkvæmdir svipaðar og þær sem ráðherra lýsti hér kæmust í framkvæmd, en ég tek undir með fyrirspyrjanda, ekki get ég með stórum orðum hvatt til þeirra framkvæmda eins og sakir standa meðan ýmsa aðra þjónustu vantar, bæði til sjómanna á hafi úti og almennings í landinu.