05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7432 í B-deild Alþingistíðinda. (5476)

485. mál, fiskeldi

Guðmundur Ágústsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. Ég bendi á það að árið 1973 voru fiskeldismál í Noregi færð úr landbrn. yfir í sjútvrn. norska og eftir það tók fiskeldi mikinn kipp og Norðmenn eru nú fremstir á þessu sviði.

Ég vil líka benda á að Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur ályktað um að málefni þeirra verði undir sjútvrn. Þá vil ég benda á að 46. fiskiþing ályktaði á sama veg og einnig síðasta búnaðarþing. Búnaðarþing vill ekkí að þetta heyri undir landbrn.

Ég vil að þessar upplýsingar komi hér fram til að sýna svart á hvítu hvar þetta á að vera og hvaða áherslu hagsmunaaðilar leggja á þetta mál.