05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7458 í B-deild Alþingistíðinda. (5518)

517. mál, Framkvæmdasjóður Íslands

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Ágústsson):

Herra forseti. Ég þakka forsrh. fyrir þessi greinargóðu svör, en það vantaði eitt í þessa upptalningu. Það var hvernig lánin skiptast á milli kjördæma og þætti mér mjög gott ef hann gæti upplýst það hér.

Það sló mig nokkuð að eign sjóðsins í Fjárfestingarfélaginu skyldi hafa verið seld Eimskipafélaginu og þá vildi ég spyrja ef hægt væri að fá svar við því: Voru þessi bréf boðin út eða var þetta selt með einhverjum öðrum hætti?

Ég vil þá enn og aftur þakka forsrh. fyrir svörin.