05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7460 í B-deild Alþingistíðinda. (5522)

512. mál, innheimta söluskatts

Guðmundur Ágústsson:

Hæstv. forseti. Fullyrðingar hæstv. fjmrh. um bætt skil á skatti eru hugarburður einn. Raunveruleikinn er sá að skattar hafa hækkað meira en embættismenn fjmrn. gerðu ráð fyrir. Betri skattskil eru ekki sá raunveruleiki sem ég sé að blasi við heldur það eitt að þær skattkerfisbreytingar sem gerðar voru um áramótin hafa sýnt að tölur fjmrn. hafi verið áætlaðar of lágar. Það er ekkert sem liggur fyrir um að þetta kerfi bæti skattheimtu á einn eða annan hátt.

1