05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7461 í B-deild Alþingistíðinda. (5524)

512. mál, innheimta söluskatts

Fyrirspyrjandi (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég vil eins og síðasti ræðumaður þakka hæstv. fjmrh. fyrir svör hans. Ég vil jafnframt brýna hann mjög á því að láta ekki hrekjast af leið. Ég segi það, og ég hef trú á því að það hafi verið svo með fleiri sem studdu í vetur þennan margumrædda matarskatt, að ég gerði það í þeirri góðu trú að ráðherra stæði við þær yfirlýsingar sem ég las upp áðan um að þessir afgreiðslukassar yrðu skilyrðislaust settir upp.

Ég get hins vegar ekki sett mig í dómarasæti um það hvað löng vinna liggur að baki að gera þessa hluti þannig að þeir fari tæknilega vel fram. Það er auðvitað höfuðnauðsyn að þannig sé að verki staðið og þess vegna skiptir kannski ekki öllu máli einn mánuður til eða frá heldur að kerfið virki þegar það verðurtekið upp.

Ég þakka ráðherra fyrir upplýsingarnar og endurtek að við munum vissulega fylgjast með hvað gert verður í þessum efnum.