05.05.1988
Sameinað þing: 77. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7463 í B-deild Alþingistíðinda. (5527)

490. mál, biðlaun

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Ágústsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir þessi svör. Þó svo að þau séu, eins og hann tók fram, nokkuð ófullkomin gefa þau vissa vísbendingu um hvaða fjárhæðir hér er um að ræða.

Ég hélt að það væru hærri upphæðir en þarna kemur fram því maður hefur orðið var við að þegar ríkisfyrirtæki hafa verið seld hafi viðkomandi starfsmenn, þó svo þeim hafi verið sagt upp, haldið launum sínum. Þetta á bæði við um þegar Ríkismat sjávarafurða var lagt niður og þegar Landssmiðjan var seld, að starfsmenn héldu launum í ákveðinn tíma á eftir.

Ég mun ekki rengja þessar upplýsingar, en þakka hæstv. fjmrh. fyrir að ætla að láta vinna þetta áfram og senda mér nánari svör við þessum spurningum.