05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7495 í B-deild Alþingistíðinda. (5555)

477. mál, þinglýsingalög

Frsm. meiri hl. allshn. (Jóhann Einvarðsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 986, um frv. til laga um breytingu á þinglýsingalögum, nr. 39 frá 10. maí 1978, sem er frá meiri hl. allshn.

Nefndin hefur athugað frv. og mælir meiri hl. með samþykkt þess. Stefán Guðmundsson var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.

Undir þetta nál. skrifa Jóhann Einvarðsson, Guðmundur Ágústsson, Salome Þorkelsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Eiður Guðnason.

Það er kannski rétt að taka fram að þetta er fylgifrv. með frv. því sem við vorum að ræða rétt áðan um breytingu á umferðarlögum.