05.05.1988
Efri deild: 90. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7498 í B-deild Alþingistíðinda. (5563)

Frumvarp um breytingu á áfengislögum

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Ég tek fram að þetta er það eina þmfrv. sem er á dagskránni og þykir mér eðlilegt að það fái eðlilega meðferð. Það var ætlun okkar að hafa fund til kl. 7 og það er rúm fyrir það að halda áfram. Ég bendi á það að sú frestun á fundi sem fyrirhuguð er núna er gerð vegna þess að fyrirhugaður er fundur forseta með m.a. stjórnarandstöðunni til að ræða framgang þingmála.