05.05.1988
Efri deild: 91. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7524 í B-deild Alþingistíðinda. (5607)

293. mál, áfengislög

Guðmundur H. Garðarsson:

Herra forseti. Með tilliti til viðskipta með áfenga drykki á Íslandi og þeirrar staðreyndar að stór hluti landsmanna hefur nú þegar aðgang að áfengu öli með löglegum hætti tel ég að besta vörnin gegn skaðlegum áhrifum vínanda sé fólgin í stórefldri forvarnarstarfsemi hins opinbera, m.a. í skólum og á vegum frjálsra samtaka bindindismanna. Það ber að efla forvarnarstarfið með stórauknum fjárframlögum í fjárlögum til baráttunnar gegn neyslu allra tegunda vímuefna. Það er eina raunhæfa leiðin í nútímaþjóðfélagi í þessum efnum. Boð og bönn duga ekki. Það ber að leggja aukna áherslu á öfluga upplýsinga- og ráðgjafarstarfsemi og endurhæfingu þar sem þess er þörf gegn neyslu vímuefna í hvaða mynd sem er. Með vísan til þessara atriða, herra forseti, segi ég já.