05.05.1988
Efri deild: 91. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7524 í B-deild Alþingistíðinda. (5608)

293. mál, áfengislög

Guðrún Agnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er löngu orðið brýnt að móta heildarstefnu í áfengismálum. Í þessu frv. er einungis lagt til að taka á einum þætti og bæta við nýrri tegund áfengis sem öll líkindi benda til að auka muni heildarneyslu þess. Aukinni heildarneyslu fylgja aukin heilbrigðis- og félagsleg vandamál.

Þrátt fyrir það eru engar raunhæfar ráðstafanir fyrirhugaðar til mótvægis sem dregið gæti úr aukinni neyslu. Langt er frá að nægilega vel hafi verið staðið að forvörnum og meðferð barna, unglinga og fullorðinna sem verða fórnarlömb áfengis- og vímuefnaneyslu. Ég get því ekki stutt þetta frv. og segi nei.