12.11.1987
Sameinað þing: 16. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 912 í B-deild Alþingistíðinda. (567)

49. mál, náttúrufræðisafn

Kristín Einarsdóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt athugasemd. Þó það sé kannski mjög augljóst vildi ég leggja áherslu á slíkt safn í tengslum við umhverfisfræðslu því það er mjög mikilvægt að efla hana bæði í skólum og a meðal almennings. Þess vegna ætla ég að skora á hæstv. menntmrh. að vinna ötullega að þessu máli. Það er alveg rétt að þetta mál er búið að velkjast mjög lengi í kerfinu og góð orð eru ágæt, en það þarf fleira en orð eins og hæstv. ráðherra kom að einnig.