06.05.1988
Neðri deild: 94. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7678 í B-deild Alþingistíðinda. (5709)

432. mál, Ríkisendurskoðun

Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Út af orðum síðasta ræðumanns er rétt að það komi fram að við könnuðum þetta mál mjög ítarlega og eins og nál. ber með sér kölluðum við ýmsa menn fyrir. Einn af þeim var ráðuneytisstjórinn í heilbrmrn. og það var hans skilningur ítrekað og hann var þráspurður um það og hann taldi að þessi lög stönguðust ekki á. Það var ágætlega upplýst. Að vísu greinir lögfræðinga að einhverju leyti á um þetta eða það hefur komið upp einhver misskilningur, en sú leið sem nefndin fór var farin að vel íhuguðu ráði og við náðum samkomulagi sem ég held að allir hlutaðeigendur og þar á meðal landlæknir geti sætt sig við.