07.05.1988
Neðri deild: 96. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7705 í B-deild Alþingistíðinda. (5789)

Frumvarp um Ríkisendurskoðun

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það er nú fyrst og fremst fyrirspurn. Hv. þm. Guðrún Helgadóttir spurði um það í gær hvort frv. um Ríkisendurskoðun yrði ekki skoðað yfir helgina. Í Dagblaðinu í gær á 2. bls. er athyglisverð grein og fór að rifjast upp fyrir mér þegar ég las hana að þetta er mál sem ég heyrði um fyrir nokkrum árum. Ég spyr formann fjh.- og viðskn., sem mér skilst að hafi haft þetta mál til meðferðar, hvort hann muni verða við þessari ósk hv. þm. og þar með að fá þau skjöl sem forsetar Alþingis eru með út af þessu máli. Ég spyr forseta að því sama, hvort hann muni hlutast til um að þetta verði skoðað yfir helgina.