07.05.1988
Sameinað þing: 80. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7726 í B-deild Alþingistíðinda. (5814)

465. mál, flugmálaáætlun 1988--1991

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Borgarafl. er ekki sammála þeirri flugmálaáætlun sem hér hefur verið lögð fram. Það hefur komið fram í umræðum að við teljum að þurft hefði meira framlag og öðruvísi áætlun. Þar af leiðandi getum við ekki greitt þessari áætlun atkvæði okkar. Við erum ekki á móti flugmálaáætlun, en hins vegar erum við ekki reiðubúnir til þess að greiða atkvæði gegn henni. Með því að sitja hjá tökum við afstöðu til málsins. En við erum ekki að bjarga meiri hlutanum, sem mér skilst að sé með yfir 20 fjarvistir, og séum þess vegna annaðhvort með því sem við erum ekki sammála eða á móti því að það verði gerð flugmálaáætlun. Þess vegna sitjum við hjá að sjálfsögðu.