09.05.1988
Sameinað þing: 81. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 7737 í B-deild Alþingistíðinda. (5825)

467. mál, vegáætlun 1987--1990

Albert Guðmundsson:

Virðulegur forseti. Að gefnu tilefni í síðustu ræðu hv. 3. þm. Vestf. Karvels Pálmasonar fannst mér rétt að koma upp og benda á að það er stjórnarþingmaður úr þingflokki fjmrh. sem var að tala. Ég vil sjálfur sem þingmaður og þátttakandi í atkvæðagreiðslum um mál sem borin eru fram á Alþingi lýsa yfir stuðningi ef hv. þm. kemur með tillögu um þá fjármögnun sem hann er að tala um þegar hann beinir fsp. sinni til hæstv. samgrh. Ég lýsi hér með yfir stuðningi við þá tillögu sem fram kemur væntanlega frá hv. þm. og varðar svo mjög vegagerð á Vestfjörðum.